Tilkynnti eigið innbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 07:37 Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira