Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 15:00 Ása Atladóttir er verkefnastjóri sýkingavarna hjá ebætti landlæknis. EGILL AÐALSTEINS Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. Mikil umræða hefur skapast um grímunotkun eftir að þær reglur voru settar hér á landi að grímuskylda væri á svæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa tveggja metra fjarlægðarreglu. Á vef embættis landlæknis er að finna leiðbeiningar á notkun á hlífðargrímum. Hlutverk grímu er að grípa dropa sem koma úr öndunarvegi þess sem bera hana svo þeir dreifist ekki í umhverfið. Dropar sem koma úr öndunarvegi fólks geta ýmist verið stórir eða litlir. Það getur því skipt máli hvers eðlis grímur eru en grímur sem eru úr einu lagi af efni, eins og t.d. buff, geta verið varsamar að sögn verkefnastjóra sýkingavarna hjá embætti landlæknis. „Þegar fólk andar er í gegnum buff, svona einfalt efni þá getur stór dropi klofnað niður í marga litla dropa og þá er eiginlega orðið erfiðara að eiga við þetta þannig svarið við þessari spurningu er eiginlega: Það getur verið svolítið varasamt að vera bara með eitt lag af efni,“ Sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Rannsóknir sýna að fari stór dropi í gegnum þunnt lag af efni geti hann klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra en þeir stóru og þar af leiðandi geta þeir lagst á fleiri yfirborðsfleti. „Þá er dropinn sem kemur frá þér orðinn að mörgum litlum dropum sem geta svifið lengra en þessi stóri sem vanalega er svo þungur að hann kemst ekkert úr í loftið. Hann fer út og dettur niður. En þegar við erum með þessa litlu dropa þá geta þeir frekar dreift sér út í andrúmsloftið,“ sagði Ása. Ekki er mælt með almennri grímunotkun heldur einungis þegar ekki er hægt að trygja tveggja metra fjarlægð. „Grímur eru ekki nein töfralaust. Þær eru bara svona auka búnaður til þess að hjálpa til við aðstæður þar sem að kannski maður kemst ekki í að hafa tvo metra á milli,“ sagði Ása. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. 13. ágúst 2020 10:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. Mikil umræða hefur skapast um grímunotkun eftir að þær reglur voru settar hér á landi að grímuskylda væri á svæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa tveggja metra fjarlægðarreglu. Á vef embættis landlæknis er að finna leiðbeiningar á notkun á hlífðargrímum. Hlutverk grímu er að grípa dropa sem koma úr öndunarvegi þess sem bera hana svo þeir dreifist ekki í umhverfið. Dropar sem koma úr öndunarvegi fólks geta ýmist verið stórir eða litlir. Það getur því skipt máli hvers eðlis grímur eru en grímur sem eru úr einu lagi af efni, eins og t.d. buff, geta verið varsamar að sögn verkefnastjóra sýkingavarna hjá embætti landlæknis. „Þegar fólk andar er í gegnum buff, svona einfalt efni þá getur stór dropi klofnað niður í marga litla dropa og þá er eiginlega orðið erfiðara að eiga við þetta þannig svarið við þessari spurningu er eiginlega: Það getur verið svolítið varasamt að vera bara með eitt lag af efni,“ Sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Rannsóknir sýna að fari stór dropi í gegnum þunnt lag af efni geti hann klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra en þeir stóru og þar af leiðandi geta þeir lagst á fleiri yfirborðsfleti. „Þá er dropinn sem kemur frá þér orðinn að mörgum litlum dropum sem geta svifið lengra en þessi stóri sem vanalega er svo þungur að hann kemst ekkert úr í loftið. Hann fer út og dettur niður. En þegar við erum með þessa litlu dropa þá geta þeir frekar dreift sér út í andrúmsloftið,“ sagði Ása. Ekki er mælt með almennri grímunotkun heldur einungis þegar ekki er hægt að trygja tveggja metra fjarlægð. „Grímur eru ekki nein töfralaust. Þær eru bara svona auka búnaður til þess að hjálpa til við aðstæður þar sem að kannski maður kemst ekki í að hafa tvo metra á milli,“ sagði Ása.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. 13. ágúst 2020 10:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22
Mikill verðmunur á grímum og töluverðum fjölda kippt úr umferð Töluverður verðmunur getur verið á þriggja laga, einnota andlitsgrímum. 13. ágúst 2020 10:56