Í beinni í dag: Birkir Bjarna mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 06:00 Birkir og Ronaldo á EM 2016. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls verða níu beinar útsendingar en við förum frá Íslandi til Ítalíu, Spánar og Los Angeles í Bandaríkjunum. Við byrjum daginn á leik Sevilla og Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni. Síðan förum við til Spánar þar sem fyrrum ungstirnið Adnan Januzaj og liðsfélagar hans í Real Sociedad heimsækja hið stórskemmtilega lið Eibar. Í kjölfarið er leikur Athletic Club og Osasuna. Þá endum við daginn á stórliði Real Madrid en þeir fá léttleikandi lið Celta Vigo í heimsókn. Real þarf á sigri að halda þar sem liðið er nú jafnt Barcelona að stigum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Klukkan 14:00 hefst svo leikur Juventus og Brescia en Birkir Bjarnason leikur í liði Brescia. Birkir og liðsfélagar hans fá það verðuga verkefni að stöðva sjóðheitan Cristiano Ronaldo sem hefur skorað að vild síðan Serie A snéri aftur eftir jólafrí. Brescia þarf nauðsynlega á stigum að halda en liðið er í næstneðsla sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig þegar 23 umferðum er lokið. Napoli mætir svo Cagliari á útivelli klukkan 17:00 og að lokum er stórleikur Lazio og Inter Milan eftir kvöldmat klukkan 19:45. Inter undir stjórn Antonio Conte hafa verið frábærir það sem af er vetri og ógna einokun Juventus á titlinum sem aldrei fyrr. Þá fer einn leikur fram í Olís deild karla en ÍR heimsækir FH. Bæði lið eru með 22 stig í 4. og 5. sæti deildarinnar svo það er mikið undir í Hafnafirðinum í kvöld. Þá erum við með eina beina útsendingu á Stöð 2 Golf en The Genesis Invitational, sem er hluti af PGA mótaröðinni, er í beinni útsendingu frá 18:00. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má sjá hér. Beinar útsendingar dagsins: 10:50 Sevilla - Espanyol (Stöð 2 Sport) 13:50 Juventus - Brescia (Stöð 2 Sport) 14:50 Eibar - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2) 16:50 Cagliari - Napoli (Stöð 2 Sport) 17:20 Athletic Club - Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 18:00 The Genesis Invitational, PGA Tour 2020 Stöð 2 Golf 19:20 FH-ÍR, Olís deild karla (Stöð 2 Sport) 19:35 Lazio - Inter Milan (Stöð 2 Sport 3) 19:55 Real Madrid - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 2) Golf Ítalski boltinn Olís-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Það verður nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls verða níu beinar útsendingar en við förum frá Íslandi til Ítalíu, Spánar og Los Angeles í Bandaríkjunum. Við byrjum daginn á leik Sevilla og Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni. Síðan förum við til Spánar þar sem fyrrum ungstirnið Adnan Januzaj og liðsfélagar hans í Real Sociedad heimsækja hið stórskemmtilega lið Eibar. Í kjölfarið er leikur Athletic Club og Osasuna. Þá endum við daginn á stórliði Real Madrid en þeir fá léttleikandi lið Celta Vigo í heimsókn. Real þarf á sigri að halda þar sem liðið er nú jafnt Barcelona að stigum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Klukkan 14:00 hefst svo leikur Juventus og Brescia en Birkir Bjarnason leikur í liði Brescia. Birkir og liðsfélagar hans fá það verðuga verkefni að stöðva sjóðheitan Cristiano Ronaldo sem hefur skorað að vild síðan Serie A snéri aftur eftir jólafrí. Brescia þarf nauðsynlega á stigum að halda en liðið er í næstneðsla sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig þegar 23 umferðum er lokið. Napoli mætir svo Cagliari á útivelli klukkan 17:00 og að lokum er stórleikur Lazio og Inter Milan eftir kvöldmat klukkan 19:45. Inter undir stjórn Antonio Conte hafa verið frábærir það sem af er vetri og ógna einokun Juventus á titlinum sem aldrei fyrr. Þá fer einn leikur fram í Olís deild karla en ÍR heimsækir FH. Bæði lið eru með 22 stig í 4. og 5. sæti deildarinnar svo það er mikið undir í Hafnafirðinum í kvöld. Þá erum við með eina beina útsendingu á Stöð 2 Golf en The Genesis Invitational, sem er hluti af PGA mótaröðinni, er í beinni útsendingu frá 18:00. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má sjá hér. Beinar útsendingar dagsins: 10:50 Sevilla - Espanyol (Stöð 2 Sport) 13:50 Juventus - Brescia (Stöð 2 Sport) 14:50 Eibar - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2) 16:50 Cagliari - Napoli (Stöð 2 Sport) 17:20 Athletic Club - Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 18:00 The Genesis Invitational, PGA Tour 2020 Stöð 2 Golf 19:20 FH-ÍR, Olís deild karla (Stöð 2 Sport) 19:35 Lazio - Inter Milan (Stöð 2 Sport 3) 19:55 Real Madrid - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 2)
Golf Ítalski boltinn Olís-deild karla Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira