Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 12:30 Betelgás á mynd sem var tekin með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í janúar. ESO/M. Montargès og fleiri Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri Geimurinn Vísindi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri
Geimurinn Vísindi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira