Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 15:28 Brynhildur er nýr Borgarleikhússtjóri. Borgarleikhúsið Stjórn Borgarleikhússins hefur gengið frá ráðningu Brynhildar Guðjónsdóttur leikstjóra og leikkonu sem hins nýja Borgarleikhússtjóra. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi sem boðað var til klukkan 15 í dag. Samkvæmt heimildum Vísis var vel fagnað þegar starfsmönnum var tilkynnt að Brynhildur hefði orðið fyrir valinu. Brynhildur hefur meðal annars starfað við Borgarleikhúsið að undanförnu og setti upp rómaðar sýningar svo sem Ríkharð III og Vanja frænda.Eins og Vísir greindi frá í vikunni þá óskaði Kristín Eysteinsdóttir eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar leikhússtjóratíð lýkur. Kristín var meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Brynhildur var einnig meðal umsækjenda um þá stöðu. Hún sagði af því tilefni í samtali við blaðamann Vísis: „Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“ Að sögn Kristínar eru ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun sinni að vilja hætta tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að gegna starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú liggur fyrir að sú samvinna hefst fyrr. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Reykjavík Stjórnsýsla Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins hefur gengið frá ráðningu Brynhildar Guðjónsdóttur leikstjóra og leikkonu sem hins nýja Borgarleikhússtjóra. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi sem boðað var til klukkan 15 í dag. Samkvæmt heimildum Vísis var vel fagnað þegar starfsmönnum var tilkynnt að Brynhildur hefði orðið fyrir valinu. Brynhildur hefur meðal annars starfað við Borgarleikhúsið að undanförnu og setti upp rómaðar sýningar svo sem Ríkharð III og Vanja frænda.Eins og Vísir greindi frá í vikunni þá óskaði Kristín Eysteinsdóttir eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar leikhússtjóratíð lýkur. Kristín var meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Brynhildur var einnig meðal umsækjenda um þá stöðu. Hún sagði af því tilefni í samtali við blaðamann Vísis: „Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“ Að sögn Kristínar eru ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun sinni að vilja hætta tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að gegna starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú liggur fyrir að sú samvinna hefst fyrr.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Reykjavík Stjórnsýsla Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29