Bjóða Gullstráknum sömu ofurlaun og Messi og Ronaldo fá til að loka á Liverpool og Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörgu mörkum sínum fyrir Paris Saint Germain. Getty/Aurelien Meunier Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira