Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 12:45 Frá Hong Kong sem er eitt af þeim löndum þar sem veiran hefur greinst. vísir/getty Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira