Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Enn hefur enginn greinst með Wuhan-veiruna hér á landi. vísir/hanna Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“ Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15