Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 16:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, á fundinum nú síðdegis. vísir/vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00