Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir borgarstjóra reyna að kaupa sig frá málinu með fagurgala. Vísir/Frosti Logason Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30