Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 19:45 Dansandi ferðamenn í miðbæ Mílan, höfðuborg Lombardy-héraðs létu andlitsgrímur ekki stoppa sig. Mikil útbreiðsla veirunnar í héraðinu veldur áhyggjum. Vísir/AP Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00