Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 10:20 Frá mótmælunum á Jafnréttisþinginu sem eru þögul. Vísir/Þórir Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira