Virðist sem Manchester-liðin missi aðeins af opnunarhelginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 07:00 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf fá ekki langt sumarfrí í ár. vísir/getty Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira