Nágrannaleikkona „í áfalli“ eftir að myndum var stolið úr síma hennar og þeim deilt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 10:55 Olympia Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum. Getty Ástralska leikkonan Olympia Valance, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Nágrönnum, segist vera „í áfalli“ eftir að persónulegum myndum var stolið úr síma hennar og þeim dreift á netinu. Valance segir frá því í færslu á Instagram að hún hafi þurft að glíma við afleiðingar árásarinnar síðastliðið ár, sem hafi svo leitt til þess að kvíði hennar hafi náð áður óþekktum hæðum. „Ég skrifað þetta sem staðfestingu á að ég sé orðin fórnarlamb netglæps.“ „Ég hef glímt við þetta nú í rúmt ár eftir að persónulegum myndum var stolið þegar brotist var inn í símann minn, og þeim síðar deilt á netinu,“ skrifar Valance. View this post on Instagram A post shared by O L Y M P I A V A L A N C E (@olympiavalance) on Aug 19, 2020 at 6:49pm PDT Hin 27 ára Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum. Hún er yngri systir leikkonunnar Holly Valance sem einnig fór með hlutverk í Nágrönnum á sínum tíma. Olympia fer einnig með hlutverk í áströlsku dramaþáttunum Playing for Keeps. Í frétt BBC kemur fram að Valance segi að lögfræðingar hennar hafi átt í vandræðum með að hindra dreifingu myndanna, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Hún segir að málið hafi allt haft haft gríðarleg áhrif á líf hennar síðasta árið, en bætir við að fólk þurfi ekkert að skammast sín fyrir að taka persónulegar myndir af sér og deila með maka sínum. Það sama verði hins vegar ekki sagt um það að stela slíkum myndum og deila þeim. Hollywood Ástralía Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Ástralska leikkonan Olympia Valance, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Nágrönnum, segist vera „í áfalli“ eftir að persónulegum myndum var stolið úr síma hennar og þeim dreift á netinu. Valance segir frá því í færslu á Instagram að hún hafi þurft að glíma við afleiðingar árásarinnar síðastliðið ár, sem hafi svo leitt til þess að kvíði hennar hafi náð áður óþekktum hæðum. „Ég skrifað þetta sem staðfestingu á að ég sé orðin fórnarlamb netglæps.“ „Ég hef glímt við þetta nú í rúmt ár eftir að persónulegum myndum var stolið þegar brotist var inn í símann minn, og þeim síðar deilt á netinu,“ skrifar Valance. View this post on Instagram A post shared by O L Y M P I A V A L A N C E (@olympiavalance) on Aug 19, 2020 at 6:49pm PDT Hin 27 ára Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum. Hún er yngri systir leikkonunnar Holly Valance sem einnig fór með hlutverk í Nágrönnum á sínum tíma. Olympia fer einnig með hlutverk í áströlsku dramaþáttunum Playing for Keeps. Í frétt BBC kemur fram að Valance segi að lögfræðingar hennar hafi átt í vandræðum með að hindra dreifingu myndanna, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Hún segir að málið hafi allt haft haft gríðarleg áhrif á líf hennar síðasta árið, en bætir við að fólk þurfi ekkert að skammast sín fyrir að taka persónulegar myndir af sér og deila með maka sínum. Það sama verði hins vegar ekki sagt um það að stela slíkum myndum og deila þeim.
Hollywood Ástralía Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira