Hvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni? Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 5. mars 2020 12:00 Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar