Þolinmóðir Keflvíkingar á fleygiferð í Lengjudeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, hefur aðeins fengið á sig 12 mörk í sumar. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í Lengjudeildinni og þá hefur ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Keflavík. Vísir/Vilhelm Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00