Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 20:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira