Nýja snjóhengjan Jóhannes Þór Skúlason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun