Furða sig á málshöfðun Lilju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira