Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín og Khedira [í gulu] mega finna sér nýtt lið en Ítalíumeistarar Juventus vilja rifta samningum þeirra beggja. David Ramos/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira