Sprenging í Heiðmörk: „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 11:02 Lögreglan mun ræða við manninn sem slasaðist alvarlega þegar hann hefur jafnað sig. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira