Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:30 Ellý Ármanns var gestur í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot „Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira