KR kallar hægri bakvörð til baka úr láni frá Leikni Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 17:30 Hjalti snýr nú aftur í raðir KR-inga. Vísir/Leiknir Reykjavík KR - Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu – hafa kallað hinn unga Hjalta Sigurðsson til baka úr láni frá Lengjudeildarliði Leiknis Reykjavíkur. Hjalti var lánaður þangað fyrir tímabilið eftir að hafa staðið sig vel með Leikni á síðustu leiktíð. Leiknir greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hjalti kallaður heim! KR hefur kallað @HjaltiSig00 aftur á Meistaravelli. Hjalti var hjá okkur á láni annað tímabilið í röð.Við þökkum Hjalta kærlega fyrir okkur og óskum honum alls hins besta í búningi KR! Áfram Hjalti! #StoltBreiðholts pic.twitter.com/2Bcv6KVZcB— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 25, 2020 Sem stendur er Kennie Knak Chopart eini „náttúrulegi“ hægri bakvörður KR-liðsins en bæði Aron Bjarki Jósepsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson geta leyst þá stöðu með prýði. Það virðist þó sem Rúnar Kristinsson – þjálfari KR – vilji hafa mann sem er vanari að spila bakvörð til taks. Á síðustu leiktíð lék Hjalti 18 leiki í liði Leiknis en vegna meiðsla hefur hann aðeins spilað sex leiki með Leikni í Lengjudeildinni í sumar. Þá á Hjalti að baki þrjá leiki með KR í Pepsi Max deildinni sem og einn með KV í 3. deildinni. Hjalti getur einnig leikið á miðjunni en þjálfarateymi KR sér hann fyrir sér sem framtíðar hægri bakvörð liðsins herma heimildir Vísis. Íslandsmeistarar KR eru sem stendur í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar. Þeir mæta toppliði Vals á Meistaravöllum klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin KR Tengdar fréttir Þróttarar með óvæntan útisigur og dramatík á Ísafirði Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Þróttarar eru komnir í réttan gír eftir dapra byrjun á mótinu á meðan Leiknismönnum fatast flugið. Vestri og Víkingur Ólafsvík gerðu jafntefli í hörkuleik. 23. ágúst 2020 18:00 „Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. 24. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
KR - Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu – hafa kallað hinn unga Hjalta Sigurðsson til baka úr láni frá Lengjudeildarliði Leiknis Reykjavíkur. Hjalti var lánaður þangað fyrir tímabilið eftir að hafa staðið sig vel með Leikni á síðustu leiktíð. Leiknir greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hjalti kallaður heim! KR hefur kallað @HjaltiSig00 aftur á Meistaravelli. Hjalti var hjá okkur á láni annað tímabilið í röð.Við þökkum Hjalta kærlega fyrir okkur og óskum honum alls hins besta í búningi KR! Áfram Hjalti! #StoltBreiðholts pic.twitter.com/2Bcv6KVZcB— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 25, 2020 Sem stendur er Kennie Knak Chopart eini „náttúrulegi“ hægri bakvörður KR-liðsins en bæði Aron Bjarki Jósepsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson geta leyst þá stöðu með prýði. Það virðist þó sem Rúnar Kristinsson – þjálfari KR – vilji hafa mann sem er vanari að spila bakvörð til taks. Á síðustu leiktíð lék Hjalti 18 leiki í liði Leiknis en vegna meiðsla hefur hann aðeins spilað sex leiki með Leikni í Lengjudeildinni í sumar. Þá á Hjalti að baki þrjá leiki með KR í Pepsi Max deildinni sem og einn með KV í 3. deildinni. Hjalti getur einnig leikið á miðjunni en þjálfarateymi KR sér hann fyrir sér sem framtíðar hægri bakvörð liðsins herma heimildir Vísis. Íslandsmeistarar KR eru sem stendur í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar. Þeir mæta toppliði Vals á Meistaravöllum klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin KR Tengdar fréttir Þróttarar með óvæntan útisigur og dramatík á Ísafirði Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Þróttarar eru komnir í réttan gír eftir dapra byrjun á mótinu á meðan Leiknismönnum fatast flugið. Vestri og Víkingur Ólafsvík gerðu jafntefli í hörkuleik. 23. ágúst 2020 18:00 „Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. 24. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Þróttarar með óvæntan útisigur og dramatík á Ísafirði Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Þróttarar eru komnir í réttan gír eftir dapra byrjun á mótinu á meðan Leiknismönnum fatast flugið. Vestri og Víkingur Ólafsvík gerðu jafntefli í hörkuleik. 23. ágúst 2020 18:00
„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. 24. ágúst 2020 20:00