Börn á biðlista Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:30 Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar