„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:15 Breiðablik mætir Rosenborg í fimmtánda Evrópuleik félagsins. vísir/vilhelm Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira