Víkingar hafa beðið í 48 ár eftir fyrsta Evrópusigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Víkingar enduðu 48 ára bið með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira