Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 19:30 Brigitte Brugger er sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. STÖÐ2 Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte. Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte.
Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira