Neymar og Messi töluðu saman um að spila aftur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:00 Lionel Messi og Neymar er góðir vinir frá dögum sínum saman hjá Barcelona. EPA/KIMIMASA MAYAMA Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira