Lýst eftir umhverfisáherslum! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. ágúst 2020 14:45 Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun