Ögrandi, róttæk og skrefi á undan Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 1. september 2020 08:00 Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun