Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 18:15 Króatinn knái er farinn frá Katalóníu. David Ramos/Getty Images Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira