Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. september 2020 07:00 Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira