Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 11:30 Henry Winter er einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands. Hann talaði við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Mynd/Stöð 2 Sport Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja um íslenska liðið fyrir leik liðanna í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir The Times á Englandi. Hann ræddi við Rikka G fyrir leik en það er ljóst að Winter er mjög hrifinn af landi og þjóð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 eins og frægt er orðið. Fyrir leik verður klukkutímalöng upphitun þar sem meðal annars má sjá viðtalið við Winter í heild sinni en hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu. Winter hefur eytt síðustu dögum í sóttkví en það kom ekki að sök þar sem hann hefur áður komið til Íslands og segist elska land og þjóð. Hann stefnir á að koma hingað í framtíðinni og eyða dágóðum tíma í að skoða enn betur það sem hann hefur ekki enn séð hér á landi. Old geyser, Geysir, Iceland #eng pic.twitter.com/uOIN3swUgI— Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2020 Hvað veistu um íslenska liðið? „Ég er enn að jafna mig eftir Nice [þar sem Ísland sló England út af EM 2016]. Það var mjög sársaukafull upplifun, Hodgson þurfti að fara strax og fólk efaðist um getu leikmanna.“ „Gagnrýnin var rosalega, þetta var stormur. Þið lendið í roki hér á Íslandi en fjölmiðlastormur á Englandi getur verið blóðbað. Svo við berum mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.“ „Ég veit að það vantar suma af bestu leikmönnum liðsins, eins og Gylfa [Þór] Sigurðsson og Aron [Einar] Gunnarsson, ég held þið berið nöfnin fram svona. Alltaf þegar ég sé Aron spila þá spilar hann með hjartanu en jafnframt heilanum.“ „Miðað við það sem ég hef séð af Íslandi og íslensku samfélagi þá eruð þið mjög gáfuð og vel menntuð þjóð en að sama skapi mjög ástríðufull. Það sést vel í fótboltanum að mínu mati. Sést á hreyfingum Gylfa inn á vellinum en þú sérð einnig ástríðu leikmanna.“ „Mér líkar vel við leikmenn eins og [Kára] Árnason, fyrirliða liðsins. Eða ég reikna með því að hann verði fyrirliði gegn Englandi. Ég held að einn besti leikur sem hann hafi spilað hafi verið gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo. Til að spila vel gegn einum besta leikmanni sögunnar þá þarftu að vera mjög klár sem og góður íþróttamaður.“ Hér að neðan má sjá bútinn úr viðtalinu við Henry en við minnum á að viðtalið í heild sinni verður birt í upphitun fyrir leik Íslands og Englands á Stöð 2 Sport. Klippa: Segir íslenska liðið klókt sem og ástríðufullt á velli Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30 „Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 09:30
„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Ragnar Sigurðsson segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. 5. september 2020 08:00