Áttatíu prósent atvinnuleysi hjá flóttamönnum með dvalarleyfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 21:28 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“ Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“
Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira