Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 8. september 2020 12:00 Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum fimmtudaginn 10. september. Í gær skoðuðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar en núna er komið að liðunum sem við teljum að muni berjast um 8. sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Að okkar mati berjast Fram og KA um hið dýrmæta 8. sæti. Á síðasta tímabili endaði Fram í 9. sæti deildarinnar en KA í því tíunda. KA-menn hafa fengið til sín stór nöfn í sumar og Frammarar hafa sömuleiðis bætt nokkrum leikmönnum í hópinn sinn. Fram hefur m.a. sótt á færeysk mið sem KA hefur gert með góðum árangri. KA fékk Mosfellinginn Árna Braga Eyjólfsson frá KIF Kolding í Danmörku.mynd/KA KA í 9. sæti: Stór nöfn komin en er það nóg? Fyrsta tímabil KA í efstu deild í langan tíma (2018-19) var ágætt og liðið var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. En í fyrra tóku KA-menn skref aftur á bak og voru í 10. sæti með ellefu stig þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins fimm þeirra komu á heimavelli sem þarf að skila meiru í vetur. Eftir tímabilið hætti Stefán Árnason og Jónatan Magnússon tók alfarið við liðinu. Hann hafði áður náð góðum árangri með kvennalið KA/Þórs og er auðvitað kunn KA-hetja. KA hnyklaði vöðvana með því að ná í Árna Braga Eyjólfsson og Ólaf Gústafsson frá KIF Kolding í Danmörku. Þeir styrkja liðið en stóra EF-ið er hversu mikið Ólafur verður inni á vellinum. Ef líkaminn heldur styrkir hann KA gríðarlega mikið, bæði í vörn og sókn, og kemur með hæð í frekar lágvaxið lið. Árni Bragi er svo þekkt stærð og frábær hornamaður. Þá er Ragnar Snær Njálsson kominn aftur til KA og Jóhann Geir Sævarsson kom frá Þór. KA var með næstslökustu markvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili og færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell á að bæta úr því. Besti leikmaður KA undanfarin ár, Dagur Gautason, fór til Stjörnunnar og skilur eftir sig stórt skarð. Línumannsstaðan hefur verið veik síðan liðið kom upp í Olís-deildina og KA-menn hefðu þurft að styrkja sig þar. Ef Ólafur helst heill, Satchwell reynist vel og KA nær í fleiri stig á heimavelli á liðið hæglega að geta komist í úrslitakeppnina. Hversu langt síðan að KA ... ... varð Íslandsmeistari: 18 ár (2002) ... varð deildarmeistari: 19 ár (2001) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 19 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 16 ár (2004) ... komst í úrslitakeppni: 15 ár (2005) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 18 ár (2002) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) (Lék undir merkjum Akureyrar frá 2006-2017) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi KA í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit) KA vinnur 27-26 sigur á ÍR og tryggir sér þar með sigur á Opna Norðlenska mótinu rétt eins og stelpurnar í KA/Þór. Stutt í að alvaran hefjist og afar jákvætt að fá lið norður í æfingaleiki.Posted by Knattspyrnufélag Akureyrar on Laugardagur, 29. ágúst 2020 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 9. sæti (26,2) Skotnýting - 9. sæti (56,8%) Vítanýting - 11. sæti (69,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 9. sæti (10,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (11,6) Vörn og markvarsla KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 9. sæti (29,1) Hlutfallsmarkvarsla - 11. sæti (27,4%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 3. sæti (90) Varin skot í vörn - 12. sæti (17) Lögleg stopp í leik - 1. sæti (26,1) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Nicholas Satchwell frá Færeyjum Ólafur Gústafsson frá KIF Kolding (Danmörku) Árni Bragi Eyjólfsson frá KIF Kolding (Danmörku) Jóhann Geir Sævarsson frá Þór Ragnar Snær Njálsson frá Stjörnunni Farnir: Dagur Gautason til Stjörnunnar Daníel Matthíasson hættur Jovan Kukobat til Þórs Daníel Örn Griffin til Gróttu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Nicholas Satchwell Vinsta horn: Jóhann Geir Sævarsson Vinstri skytta: Ólafur Gústafsson Miðja: Patrekur Stefánsson Hægri skytta: Áki Egilsnes Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson Lína: Einar Birgir Stefánsson Áki Egilsnes hefur reynst KA afar vel undanfarin ár.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Færeyski landsliðsmaðurinn Áki Egilsnes er að hefja sitt fjórða tímabil með KA. Síðan hann kom hefur hann verið potturinn og pannan í sóknarleik KA-manna. Áki missti af nær helmingi síðasta tímabils og það stórsá á KA-liðinu þegar hann var ekki með. Færeyingurinn er lúmsk skytta, með góða yfirsýn og öruggur á vítalínunni. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika KA í Olís-deild karla í vetur. Klippa: KA 9. sæti Matthías Daðason og félagar í Fram freista þess að komast í úrslitakeppnina.vísir/bára Fram í 8. sæti: Kemur gamla Framhetjan liðinu aftur á siglingu eftir umrót síðasta tímabils? Á ýmsu gekk hjá Fram á síðasta tímabili. Guðmundi Helga Pálssyni var sagt upp í lok nóvember og við tók Halldór Sigfússon. Hann rétti Framskútuna við og liðið var í 9. sæti, aðeins einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni, þegar tímabilið var blásið af. Eftir tímabilið hætti Halldór og fór á Selfoss. Við starfi hans í Safamýrinni tók Sebastian Alexandersson sem stóð á milli stanganna hjá Fram um aldamótin og varð bikarmeistari með liðinu. Sebastian er þrautreyndur þjálfari og er nú mættur í efstu deild karla eftir nokkurt hlé. Fram hefur gert áhugaverða hluti á félagaskiptamarkaðnum, fengið tvo Færeyinga og tvo góða leikstjórnendur í Andra Má Rúnarssyni og Breka Dagssyni. Sá síðarnefndi hefur verið allt í öllu hjá Fjölni undanfarin ár og það verður gaman að sjá hvernig hann spjarar sig í betra liði. Fram spilaði góða vörn á síðasta tímabili og Lárus Helgi Ólafsson var stórfínn í markinu. En ekkert lið skoraði færri mörk en Fram og sóknarleikurinn var að mestu leyti afleitur. Sebastian þarf að vinna í honum og þá ættu Andri Már og Breki að hjálpa til við að fjölga mörkunum og létta undir með Þorgrími Smára Ólafssyni. Frammarar eru með fínasta lið sem á hæglega að geta komist í úrslitakeppnina. Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: 20 ár (2000) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 27 ár (1993) ... kom upp í deildina: 24 ár (1996) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Sebastian Alexandersson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um ráðningu Sebastians í starf þjálfara meistarflokks karla. Sebastian skrifaði undir 3 ára samning við félagið í dag. Sebastian var leikmaður Fram hér á árum áður. Hann gekk til liðs við félagið árið 1998 frá Aftureldingu og lék með félaginu til ársins 2003 og var meðal annars í liðinu sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn árið 2000. Sebastian gekk aftur til liðs við fram árið 2011 og lék með liðinu leiktíðina 2011-2012 þá 42 ára að aldri. Sebastian starfaði lengi sem þjálfari á Selfossi og á stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur verið í gangi síðastliðin ár. Sebastian hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar síðastliðin 2 ár með eftirtektarverðum árangri. Liðið er nú í 3.sæti deildarinnar þegar hlé hefur verið gert á deildarkeppninni. Við bjóðum Sebastian velkominn í Fram og hlökkum til samstarfsins. Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM Bjarni Kristinn Eysteinsson Formaður A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) on Mar 14, 2020 at 6:33am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (24,0) Skotnýting - 10. sæti (56,5%) Vítanýting - 6. sæti (76,8%) Hraðaupphlaupsmörk - 10. sæti (56) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (9,2) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (11,3) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (25,3) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (32,4%) Varin víti - 7. sæti (13) Stolnir boltar - 11. sæti (69) Varin skot í vörn - 1. sæti (68) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Andri Már Rúnarsson frá Stjörnunni Elías Bóasson frá ÍR Róbert Örn Karlsson frá Víkingi Þorvaldur Tryggvason frá Fjölni Rógvi Dal Christiansen frá Kyndil (Færeyjum) Vilhelm Poulsen frá H71 Hoyvik (Færeyjum) Breki Dagsson frá Fjölni Farnir: Andri Heimir Friðriksson til ÍR Valdimar Sigurðsson til Kríu Svavar Kári Grétarsson Svanur Páll Vilhjálmsson til ÍBV Lúðvík Thorberg Arnkelsson til Gróttu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Lárus Helgi Ólafsson Vinstra horn: Matthías Daðason Vinstri skytta: Þorgrímur Smári Ólafsson Miðja: Breki Dagsson Hægri skytta: Aron Gauti Óskarsson Hægra horn: Arnar Snær Magnússon Lína: Rógvi Dal Christiansen Þorgrímur Smári Ólafsson hefur farið víða á ferlinum en virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Fram.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Þorgrímur Smári Ólafsson var langbesti sóknarmaður Fram á síðasta tímabili og bar sóknarleikinn nánast á herðum sér. Hann skoraði flest mörk hjá Fram og gaf flestar stoðsendingar. Með tilkomu Breka og Andra Más ætti Þorgrímur að fá meiri hjálp og geta notið sín enn betur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika KA í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Fram 8. sæti Olís-deild karla KA Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum fimmtudaginn 10. september. Í gær skoðuðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar en núna er komið að liðunum sem við teljum að muni berjast um 8. sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Að okkar mati berjast Fram og KA um hið dýrmæta 8. sæti. Á síðasta tímabili endaði Fram í 9. sæti deildarinnar en KA í því tíunda. KA-menn hafa fengið til sín stór nöfn í sumar og Frammarar hafa sömuleiðis bætt nokkrum leikmönnum í hópinn sinn. Fram hefur m.a. sótt á færeysk mið sem KA hefur gert með góðum árangri. KA fékk Mosfellinginn Árna Braga Eyjólfsson frá KIF Kolding í Danmörku.mynd/KA KA í 9. sæti: Stór nöfn komin en er það nóg? Fyrsta tímabil KA í efstu deild í langan tíma (2018-19) var ágætt og liðið var ekki langt frá því að komast í úrslitakeppnina. En í fyrra tóku KA-menn skref aftur á bak og voru í 10. sæti með ellefu stig þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins fimm þeirra komu á heimavelli sem þarf að skila meiru í vetur. Eftir tímabilið hætti Stefán Árnason og Jónatan Magnússon tók alfarið við liðinu. Hann hafði áður náð góðum árangri með kvennalið KA/Þórs og er auðvitað kunn KA-hetja. KA hnyklaði vöðvana með því að ná í Árna Braga Eyjólfsson og Ólaf Gústafsson frá KIF Kolding í Danmörku. Þeir styrkja liðið en stóra EF-ið er hversu mikið Ólafur verður inni á vellinum. Ef líkaminn heldur styrkir hann KA gríðarlega mikið, bæði í vörn og sókn, og kemur með hæð í frekar lágvaxið lið. Árni Bragi er svo þekkt stærð og frábær hornamaður. Þá er Ragnar Snær Njálsson kominn aftur til KA og Jóhann Geir Sævarsson kom frá Þór. KA var með næstslökustu markvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili og færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell á að bæta úr því. Besti leikmaður KA undanfarin ár, Dagur Gautason, fór til Stjörnunnar og skilur eftir sig stórt skarð. Línumannsstaðan hefur verið veik síðan liðið kom upp í Olís-deildina og KA-menn hefðu þurft að styrkja sig þar. Ef Ólafur helst heill, Satchwell reynist vel og KA nær í fleiri stig á heimavelli á liðið hæglega að geta komist í úrslitakeppnina. Hversu langt síðan að KA ... ... varð Íslandsmeistari: 18 ár (2002) ... varð deildarmeistari: 19 ár (2001) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 19 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 16 ár (2004) ... komst í úrslitakeppni: 15 ár (2005) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 18 ár (2002) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) (Lék undir merkjum Akureyrar frá 2006-2017) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi KA í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit) KA vinnur 27-26 sigur á ÍR og tryggir sér þar með sigur á Opna Norðlenska mótinu rétt eins og stelpurnar í KA/Þór. Stutt í að alvaran hefjist og afar jákvætt að fá lið norður í æfingaleiki.Posted by Knattspyrnufélag Akureyrar on Laugardagur, 29. ágúst 2020 HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 9. sæti (26,2) Skotnýting - 9. sæti (56,8%) Vítanýting - 11. sæti (69,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 9. sæti (10,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (11,6) Vörn og markvarsla KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 9. sæti (29,1) Hlutfallsmarkvarsla - 11. sæti (27,4%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 3. sæti (90) Varin skot í vörn - 12. sæti (17) Lögleg stopp í leik - 1. sæti (26,1) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Nicholas Satchwell frá Færeyjum Ólafur Gústafsson frá KIF Kolding (Danmörku) Árni Bragi Eyjólfsson frá KIF Kolding (Danmörku) Jóhann Geir Sævarsson frá Þór Ragnar Snær Njálsson frá Stjörnunni Farnir: Dagur Gautason til Stjörnunnar Daníel Matthíasson hættur Jovan Kukobat til Þórs Daníel Örn Griffin til Gróttu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Nicholas Satchwell Vinsta horn: Jóhann Geir Sævarsson Vinstri skytta: Ólafur Gústafsson Miðja: Patrekur Stefánsson Hægri skytta: Áki Egilsnes Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson Lína: Einar Birgir Stefánsson Áki Egilsnes hefur reynst KA afar vel undanfarin ár.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Færeyski landsliðsmaðurinn Áki Egilsnes er að hefja sitt fjórða tímabil með KA. Síðan hann kom hefur hann verið potturinn og pannan í sóknarleik KA-manna. Áki missti af nær helmingi síðasta tímabils og það stórsá á KA-liðinu þegar hann var ekki með. Færeyingurinn er lúmsk skytta, með góða yfirsýn og öruggur á vítalínunni. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika KA í Olís-deild karla í vetur. Klippa: KA 9. sæti Matthías Daðason og félagar í Fram freista þess að komast í úrslitakeppnina.vísir/bára Fram í 8. sæti: Kemur gamla Framhetjan liðinu aftur á siglingu eftir umrót síðasta tímabils? Á ýmsu gekk hjá Fram á síðasta tímabili. Guðmundi Helga Pálssyni var sagt upp í lok nóvember og við tók Halldór Sigfússon. Hann rétti Framskútuna við og liðið var í 9. sæti, aðeins einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni, þegar tímabilið var blásið af. Eftir tímabilið hætti Halldór og fór á Selfoss. Við starfi hans í Safamýrinni tók Sebastian Alexandersson sem stóð á milli stanganna hjá Fram um aldamótin og varð bikarmeistari með liðinu. Sebastian er þrautreyndur þjálfari og er nú mættur í efstu deild karla eftir nokkurt hlé. Fram hefur gert áhugaverða hluti á félagaskiptamarkaðnum, fengið tvo Færeyinga og tvo góða leikstjórnendur í Andra Má Rúnarssyni og Breka Dagssyni. Sá síðarnefndi hefur verið allt í öllu hjá Fjölni undanfarin ár og það verður gaman að sjá hvernig hann spjarar sig í betra liði. Fram spilaði góða vörn á síðasta tímabili og Lárus Helgi Ólafsson var stórfínn í markinu. En ekkert lið skoraði færri mörk en Fram og sóknarleikurinn var að mestu leyti afleitur. Sebastian þarf að vinna í honum og þá ættu Andri Már og Breki að hjálpa til við að fjölga mörkunum og létta undir með Þorgrími Smára Ólafssyni. Frammarar eru með fínasta lið sem á hæglega að geta komist í úrslitakeppnina. Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: 20 ár (2000) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 27 ár (1993) ... kom upp í deildina: 24 ár (1996) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Sebastian Alexandersson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um ráðningu Sebastians í starf þjálfara meistarflokks karla. Sebastian skrifaði undir 3 ára samning við félagið í dag. Sebastian var leikmaður Fram hér á árum áður. Hann gekk til liðs við félagið árið 1998 frá Aftureldingu og lék með félaginu til ársins 2003 og var meðal annars í liðinu sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn árið 2000. Sebastian gekk aftur til liðs við fram árið 2011 og lék með liðinu leiktíðina 2011-2012 þá 42 ára að aldri. Sebastian starfaði lengi sem þjálfari á Selfossi og á stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur verið í gangi síðastliðin ár. Sebastian hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar síðastliðin 2 ár með eftirtektarverðum árangri. Liðið er nú í 3.sæti deildarinnar þegar hlé hefur verið gert á deildarkeppninni. Við bjóðum Sebastian velkominn í Fram og hlökkum til samstarfsins. Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM Bjarni Kristinn Eysteinsson Formaður A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) on Mar 14, 2020 at 6:33am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (24,0) Skotnýting - 10. sæti (56,5%) Vítanýting - 6. sæti (76,8%) Hraðaupphlaupsmörk - 10. sæti (56) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (9,2) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (11,3) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (25,3) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (32,4%) Varin víti - 7. sæti (13) Stolnir boltar - 11. sæti (69) Varin skot í vörn - 1. sæti (68) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Andri Már Rúnarsson frá Stjörnunni Elías Bóasson frá ÍR Róbert Örn Karlsson frá Víkingi Þorvaldur Tryggvason frá Fjölni Rógvi Dal Christiansen frá Kyndil (Færeyjum) Vilhelm Poulsen frá H71 Hoyvik (Færeyjum) Breki Dagsson frá Fjölni Farnir: Andri Heimir Friðriksson til ÍR Valdimar Sigurðsson til Kríu Svavar Kári Grétarsson Svanur Páll Vilhjálmsson til ÍBV Lúðvík Thorberg Arnkelsson til Gróttu Líklegt byrjunarlið Markvörður: Lárus Helgi Ólafsson Vinstra horn: Matthías Daðason Vinstri skytta: Þorgrímur Smári Ólafsson Miðja: Breki Dagsson Hægri skytta: Aron Gauti Óskarsson Hægra horn: Arnar Snær Magnússon Lína: Rógvi Dal Christiansen Þorgrímur Smári Ólafsson hefur farið víða á ferlinum en virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Fram.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Þorgrímur Smári Ólafsson var langbesti sóknarmaður Fram á síðasta tímabili og bar sóknarleikinn nánast á herðum sér. Hann skoraði flest mörk hjá Fram og gaf flestar stoðsendingar. Með tilkomu Breka og Andra Más ætti Þorgrímur að fá meiri hjálp og geta notið sín enn betur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika KA í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Fram 8. sæti
Hversu langt síðan að KA ... ... varð Íslandsmeistari: 18 ár (2002) ... varð deildarmeistari: 19 ár (2001) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 19 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 16 ár (2004) ... komst í úrslitakeppni: 15 ár (2005) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 18 ár (2002) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) (Lék undir merkjum Akureyrar frá 2006-2017) ... kom upp í deildina: 2 ár (2018) Gengi KA í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 10. sæti í deildinni 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Gengi KA í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit)
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 9. sæti (26,2) Skotnýting - 9. sæti (56,8%) Vítanýting - 11. sæti (69,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 9. sæti (10,3) Tapaðir boltar í leik - 11. sæti (11,6) Vörn og markvarsla KA 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 9. sæti (29,1) Hlutfallsmarkvarsla - 11. sæti (27,4%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 3. sæti (90) Varin skot í vörn - 12. sæti (17) Lögleg stopp í leik - 1. sæti (26,1)
Komnir: Nicholas Satchwell frá Færeyjum Ólafur Gústafsson frá KIF Kolding (Danmörku) Árni Bragi Eyjólfsson frá KIF Kolding (Danmörku) Jóhann Geir Sævarsson frá Þór Ragnar Snær Njálsson frá Stjörnunni Farnir: Dagur Gautason til Stjörnunnar Daníel Matthíasson hættur Jovan Kukobat til Þórs Daníel Örn Griffin til Gróttu
Markvörður: Nicholas Satchwell Vinsta horn: Jóhann Geir Sævarsson Vinstri skytta: Ólafur Gústafsson Miðja: Patrekur Stefánsson Hægri skytta: Áki Egilsnes Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson Lína: Einar Birgir Stefánsson
Hversu langt síðan að Fram ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: 20 ár (2000) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í undanúrslit: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 27 ár (1993) ... kom upp í deildina: 24 ár (1996) Gengi Fram í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 10. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 3. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Gengi Fram í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Ekki í úrslitakeppni 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 12. sæti (24,0) Skotnýting - 10. sæti (56,5%) Vítanýting - 6. sæti (76,8%) Hraðaupphlaupsmörk - 10. sæti (56) Stoðsendingar í leik - 11. sæti (9,2) Tapaðir boltar í leik - 9. sæti (11,3) Vörn og markvarsla Fram 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 2. sæti (25,3) Hlutfallsmarkvarsla - 5. sæti (32,4%) Varin víti - 7. sæti (13) Stolnir boltar - 11. sæti (69) Varin skot í vörn - 1. sæti (68) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6)
Komnir: Andri Már Rúnarsson frá Stjörnunni Elías Bóasson frá ÍR Róbert Örn Karlsson frá Víkingi Þorvaldur Tryggvason frá Fjölni Rógvi Dal Christiansen frá Kyndil (Færeyjum) Vilhelm Poulsen frá H71 Hoyvik (Færeyjum) Breki Dagsson frá Fjölni Farnir: Andri Heimir Friðriksson til ÍR Valdimar Sigurðsson til Kríu Svavar Kári Grétarsson Svanur Páll Vilhjálmsson til ÍBV Lúðvík Thorberg Arnkelsson til Gróttu
Markvörður: Lárus Helgi Ólafsson Vinstra horn: Matthías Daðason Vinstri skytta: Þorgrímur Smári Ólafsson Miðja: Breki Dagsson Hægri skytta: Aron Gauti Óskarsson Hægra horn: Arnar Snær Magnússon Lína: Rógvi Dal Christiansen
Olís-deild karla KA Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00