Eyjamaðurinn fær að glíma við Íslandsmeistarann í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:15 Róbert Daði Sigurþórsson varð í vor fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta! Mynd/KSÍ Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00. Rafíþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Úrvalsdeildin í efótbolta hefst með fyrstu umferðinni í kvöld en deildin er á samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands og Rafíþróttasamtaka Íslands. Það verða fjórir flottir leikir í kvöld þar af eru tveir þeirra í beinni útsendingu. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur spila með sín FIFA Ultimate team lið og í kvöld hefst fyrsta umferð mótsins sem mun vera í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Róbert Daði Sigurþórsson, fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómas Sigurðssyni í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Silfurmaðurinn Aron Þormar Lárusson mætir Alexander Aroni Hannessyni frá Keflavík í sínum fyrsta leik en Aron Þormar vann fyrri leikinn í úrslitunum í vor en varð svo að sætta sig við silfur eftir 3-0 í seinni leiknum. Leikur Arons Þormars og Alexanders Arons verður sýndur beint á Stöð2 esport og Vísi sem og leikur Leifs Sævarssonar frá LFG og Bjarka Má Sigurðssonar frá Víkingi. Fjórði og síðasti leikur kvöldsins er á milli Tinds Örvars Örvarssonar frá Fylki og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar frá LFG. Spilaðar verða fjórðan umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kemur út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, og sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). Útsendingin á Stöð2 esport, Vísi og twitch rás KSÍ hefst klukkan 19.30 en leikirnir byrja klukkan 20.00.
Rafíþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira