Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 14:25 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér í stórversluninni Bergdorf Goodman í New York. Trump hafnaði því í nóvember og sagði Carroll ljúga. Hún stefndi honum þá fyrir meiðyrði. AP/Craig Ruttle Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. E. Jean Carroll, blaðakona sem heldur því fram að Trump hafi nauðgað sér í stórverslun í New York fyrir um tveimur áratugum, stefndi forsetanum fyrir meiðyrði þegar hann hafnaði því alfarið að þekkja hana í nóvember og sakaði hana um lygar. Sagði forsetinn meðal annars að Carrolll félli ekki að sínum smekk á konum. Í greinargerð sem ráðuneytið lagði fyrir alríkisdómstól á Manhattan í gær hélt það því fram að þegar Trump neitaði ásökunum Carroll hafi hann gert það í hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna. Því ætti stefna Carroll að beinast gegn bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Útspil ráðuneytisins þýðir að málið færist frá ríkisdómstól í New York til alríkisdómstóls. Lögfræðingar ráðuneytisins muni einnig í reynd taka við málsvörn Trump og bandarískir skattgreiðendur yrðu bótaskyldir ef ríkið verður gert ábyrgt fyrir orðum forsetans. Washington Post segir að ólíklegra sé að ríkinu yrði gert að greiða konunni bætur en Trump sjálfum. Ríkið og starfsmenn þess njóti víðtækrar verndar fyrir málshöfðunum. Sakar Trump um að misbeita valdi sínu New York Times segir að rök dómsmálaráðuneytisins í málinu séu afar óvenjuleg. Þrátt fyrir að lög undanskilji ríkisstarfsmenn frá flestum meiðyrðamálum hafi þau hafi sjaldan eða aldrei verið notuð til þess að skýla forsetanum, sérstaklega fyrir gjörðir hans áður en hann tók við embætti, að sögn lögspekinga. Aðgerð ráðuneytisins tryggir nær örugglega að engar vandræðalegar uppljóstranir í tengslum við málið komi fram á lokakafla kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Ríkisdómari í New York hafði nýlega hafnað kröfu lögmanna Trump um að fresta málinu sem gerði lögmönnum Carroll kleift að krefjast lífsýna og eiðsvarinnar skýrslu af forsetanum. Alríkisdómari þarf nú að taka afstöðu til þess hvort að leyfi ráðuneytinu að taka stöðu stefnda í málinu. Roberta Kaplan, lögmaður Carroll, segist slegin yfir inngripi dómsmálaráðuneytisins og vísar til þess að Trump hafi verið á barmi þess að þurfa að bera vitni og afhenda gögn. „Trump gerði sér grein fyrir því að það væri enginn gildur grundvöllur til áfrýjunar fyrir dómstólum í New York og sama dag sem hann hefði þurft að leggja fram áfrýjun fékk í staðinn dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna til þess að taka við að einkalögmönnum sínum og færa rök fyrir því að þegar hann lög um að hafa misnotað skjólstæðing okkar kynferðislega, útskýrði að hún væri ekki hans „týpa“, hafi hann gert það í opinberu embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna,“ sagði Kaplan ómyrk í máli. Sagði Kaplan móðguð sem lögmaður og borgari í landinu yfir lagarökum forsetans og ráðuneytisins. Sakaði hún Trump um að beita valdi embættis síns til þess að forðast afleiðingar persónulegra gjörða sinna. Slíkt væri fordæmalaust og sýndi hversu langt forsetinn væri tilbúinn að ganga til að koma í veg fyrir að sannleikurinn spyrðist út. Krefst persónulegrar hollustu við sig Trump hefur ítrekað verið sakaður um að misbeita valdi sínu sem forseti. Hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera sér pólitískan greiða og hindraði rannsókn þingsins í fyrra. Hann hefur einnig ítrekað haft uppi þá skoðun opinberlega og á bak við tjöldin að dómsmálaráðherrann og yfirmenn löggæslustofnana ættu að vera hollir honum persónulega. Dómsmálaráðuneytið hefur áður tekið til varna fyrir Trump í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing og saksóknarar í New York fái upplýsingar um fjármál hans afhent frá endurskoðunarfyrirtæki og fjármálastofnunum. Í því máli héldu lögmenn forsetans því fram að hann nyti algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir saksókn heldur einnig fyrir rannsókn á meðan hann sæti í embætti. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði þeim málatilbúnaði fyrr á þessu ári. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig legið undir gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump. Þannig greip hann persónulega inn í mál Rogers Stone, persónulegs vinar Trump, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem dómsmálaráðuneytið hafði sótt til saka. Lét Barr milda refsikröfu í máli Stone og fella niður ákæru á hendur Flynn þrátt fyrir að hann hefði játað að hafa logið að alríkislögreglunni. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Trump um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni í gegnum tíðina. Ein þeirra, Summer Zervos, fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþættinum Lærlingnum stefndi Trump einnig fyrir meiðyrði þegar hann sakaði hana um að ljúga upp á sig sakir. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. E. Jean Carroll, blaðakona sem heldur því fram að Trump hafi nauðgað sér í stórverslun í New York fyrir um tveimur áratugum, stefndi forsetanum fyrir meiðyrði þegar hann hafnaði því alfarið að þekkja hana í nóvember og sakaði hana um lygar. Sagði forsetinn meðal annars að Carrolll félli ekki að sínum smekk á konum. Í greinargerð sem ráðuneytið lagði fyrir alríkisdómstól á Manhattan í gær hélt það því fram að þegar Trump neitaði ásökunum Carroll hafi hann gert það í hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna. Því ætti stefna Carroll að beinast gegn bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Útspil ráðuneytisins þýðir að málið færist frá ríkisdómstól í New York til alríkisdómstóls. Lögfræðingar ráðuneytisins muni einnig í reynd taka við málsvörn Trump og bandarískir skattgreiðendur yrðu bótaskyldir ef ríkið verður gert ábyrgt fyrir orðum forsetans. Washington Post segir að ólíklegra sé að ríkinu yrði gert að greiða konunni bætur en Trump sjálfum. Ríkið og starfsmenn þess njóti víðtækrar verndar fyrir málshöfðunum. Sakar Trump um að misbeita valdi sínu New York Times segir að rök dómsmálaráðuneytisins í málinu séu afar óvenjuleg. Þrátt fyrir að lög undanskilji ríkisstarfsmenn frá flestum meiðyrðamálum hafi þau hafi sjaldan eða aldrei verið notuð til þess að skýla forsetanum, sérstaklega fyrir gjörðir hans áður en hann tók við embætti, að sögn lögspekinga. Aðgerð ráðuneytisins tryggir nær örugglega að engar vandræðalegar uppljóstranir í tengslum við málið komi fram á lokakafla kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Ríkisdómari í New York hafði nýlega hafnað kröfu lögmanna Trump um að fresta málinu sem gerði lögmönnum Carroll kleift að krefjast lífsýna og eiðsvarinnar skýrslu af forsetanum. Alríkisdómari þarf nú að taka afstöðu til þess hvort að leyfi ráðuneytinu að taka stöðu stefnda í málinu. Roberta Kaplan, lögmaður Carroll, segist slegin yfir inngripi dómsmálaráðuneytisins og vísar til þess að Trump hafi verið á barmi þess að þurfa að bera vitni og afhenda gögn. „Trump gerði sér grein fyrir því að það væri enginn gildur grundvöllur til áfrýjunar fyrir dómstólum í New York og sama dag sem hann hefði þurft að leggja fram áfrýjun fékk í staðinn dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna til þess að taka við að einkalögmönnum sínum og færa rök fyrir því að þegar hann lög um að hafa misnotað skjólstæðing okkar kynferðislega, útskýrði að hún væri ekki hans „týpa“, hafi hann gert það í opinberu embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna,“ sagði Kaplan ómyrk í máli. Sagði Kaplan móðguð sem lögmaður og borgari í landinu yfir lagarökum forsetans og ráðuneytisins. Sakaði hún Trump um að beita valdi embættis síns til þess að forðast afleiðingar persónulegra gjörða sinna. Slíkt væri fordæmalaust og sýndi hversu langt forsetinn væri tilbúinn að ganga til að koma í veg fyrir að sannleikurinn spyrðist út. Krefst persónulegrar hollustu við sig Trump hefur ítrekað verið sakaður um að misbeita valdi sínu sem forseti. Hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera sér pólitískan greiða og hindraði rannsókn þingsins í fyrra. Hann hefur einnig ítrekað haft uppi þá skoðun opinberlega og á bak við tjöldin að dómsmálaráðherrann og yfirmenn löggæslustofnana ættu að vera hollir honum persónulega. Dómsmálaráðuneytið hefur áður tekið til varna fyrir Trump í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing og saksóknarar í New York fái upplýsingar um fjármál hans afhent frá endurskoðunarfyrirtæki og fjármálastofnunum. Í því máli héldu lögmenn forsetans því fram að hann nyti algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir saksókn heldur einnig fyrir rannsókn á meðan hann sæti í embætti. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði þeim málatilbúnaði fyrr á þessu ári. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig legið undir gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump. Þannig greip hann persónulega inn í mál Rogers Stone, persónulegs vinar Trump, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem dómsmálaráðuneytið hafði sótt til saka. Lét Barr milda refsikröfu í máli Stone og fella niður ákæru á hendur Flynn þrátt fyrir að hann hefði játað að hafa logið að alríkislögreglunni. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Trump um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni í gegnum tíðina. Ein þeirra, Summer Zervos, fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþættinum Lærlingnum stefndi Trump einnig fyrir meiðyrði þegar hann sakaði hana um að ljúga upp á sig sakir.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50