Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 21:13 Bærinn Borgir í Kollavík stendur undir Viðarfjalli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009: Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009:
Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12