Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09
Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00