Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2020 22:35 Svæðin norðan Íslands sem Grænlendingar bjóða út til olíuleitar. Rauða svæðið er á landi við Scoresby-sund en græna svæðið á hafsbotni undan Norðaustur-Grænlandi. Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt: Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt:
Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15