Silkimjúk sending frá Martin þegar Valencia komst í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 11:00 Martin Hermannsson er farinn að láta til sín taka hjá spænska liðinu Valencia Basket. Hann á síðan afmæli í dag. Getty/JM Casares Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Spænski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020
Spænski körfuboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira