Án átta leikmanna vegna kórónuveiru | Svíum auðveldað verkið fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 14:00 Markvörðurinn Réka Szocs er meðal þeirra sem duttu út úr ungverska landsliðshópnum. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur í 4-1 sigri Íslands gegn Ungverjalandi í fyrra. VÍSIR/BÁRA Ungverjaland, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni EM, verður án átta leikmanna gegn Svíþjóð á morgun vegna tveggja kórónuveirusmita. Svíar mæta því ekki sterkasta liði Ungverja á morgun, þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli, en Ísland tekur svo á móti Svíþjóð næsta þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá ungverska knattspyrnusambandinu segir að tveir leikmenn hafi greinst með kórónuveiruna og að sex leikmenn til viðbótar hafi þurft að fara í sóttkví. Þá drógu tveir leikmenn til viðbótar sig út úr ungverska hópnum svo alls vantar tíu leikmenn sem valdir höfðu verið í síðustu viku. Félagslið leikmanna hafa rétt á að hafna því að landsliðskonur spili leikina nú í september, vegna tímabundinnar reglubreytingar FIFA. Í hópi þeirra sem missa af leiknum við Svíþjóð, og svo leiknum við Lettlandi í næstu viku, eru þrír leikmenn sem komu við sögu í 4-1 tapi Ungverja gegn Íslendingum fyrir ári síðan. Það eru markvörðurinn Réka Szocs, miðjumaðurinn Petra Kocsán og sóknarmaðurinn Fanni Vágó. Edina Markó, landsliðsþjálfari Ungverjalands, var með varann á þegar hún tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir átta dögum, því hún valdi 23 leikmenn og átta varamenn. Ungverski hópurinn fór í tvær skimanir fyrir kórónuveirunni áður en hann hélt til Svíþjóðar í gær, og fer aftur í skimun eftir leikinn og við heimkomu til Ungverjalands. Ungverjaland og Ísland mætast ytra 1. desember þegar undankeppni EM lýkur. EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ungverjaland, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni EM, verður án átta leikmanna gegn Svíþjóð á morgun vegna tveggja kórónuveirusmita. Svíar mæta því ekki sterkasta liði Ungverja á morgun, þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli, en Ísland tekur svo á móti Svíþjóð næsta þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá ungverska knattspyrnusambandinu segir að tveir leikmenn hafi greinst með kórónuveiruna og að sex leikmenn til viðbótar hafi þurft að fara í sóttkví. Þá drógu tveir leikmenn til viðbótar sig út úr ungverska hópnum svo alls vantar tíu leikmenn sem valdir höfðu verið í síðustu viku. Félagslið leikmanna hafa rétt á að hafna því að landsliðskonur spili leikina nú í september, vegna tímabundinnar reglubreytingar FIFA. Í hópi þeirra sem missa af leiknum við Svíþjóð, og svo leiknum við Lettlandi í næstu viku, eru þrír leikmenn sem komu við sögu í 4-1 tapi Ungverja gegn Íslendingum fyrir ári síðan. Það eru markvörðurinn Réka Szocs, miðjumaðurinn Petra Kocsán og sóknarmaðurinn Fanni Vágó. Edina Markó, landsliðsþjálfari Ungverjalands, var með varann á þegar hún tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir átta dögum, því hún valdi 23 leikmenn og átta varamenn. Ungverski hópurinn fór í tvær skimanir fyrir kórónuveirunni áður en hann hélt til Svíþjóðar í gær, og fer aftur í skimun eftir leikinn og við heimkomu til Ungverjalands. Ungverjaland og Ísland mætast ytra 1. desember þegar undankeppni EM lýkur.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira