Styttist í opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2020 21:54 Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn milli Dýrafjarðarganga og Dýrafjarðarbrúar fyrr í mánuðinum. Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35