Arnór Ingvi á skotskónum er Malmö fór áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 21:25 Arnór Ingvi (í miðjunni) fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa tryggt sigur kvöldsins. Vísir/Malmö Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30
Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32