Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 13:00 Breonna Taylor var sjúkraliði. Hún var 26 ára gömul þegar lögreglumenn í Louisville skutu hana til bana á heimili hennar. AP/Vísir Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43
Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47