Heima í tíma Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 23. september 2020 08:31 Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun