Snæfell fær þunga sekt Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 12:31 Það er rík hefð fyrir körfubolta í Stykkishólmi en í vetur verður enginn meistaraflokkur karla hjá Snæfelli. mynd/@kkd.snaefells Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes. Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes.
Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira