Hvenær ársins er best að fella aspir? Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 07:01 Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð. Getty Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“ Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“
Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira