Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 08:31 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM 2017. Liðið stefnir á að komast á EM í Englandi sem fram fer 2022. vísir/getty Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“ Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“
Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30
Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04
Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30