Skoðun

Hvíti bíllinn Frú Ragn­heiður

Marín Þórsdóttir skrifar

Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil.

Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp.

Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar.

Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan.

Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði.

Með kærri þökk fyrir stuðninginn,

Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×